Powered By Blogger

sunnudagur, 14. september 2008

"Mamma, ég er orðinn stór strákur"

Rúnar Atli er allur í því að tilkynna hvað honum finnst viðeigandi og hvað ekki, og hvað passar og hvað ekki. Hann fór ásamt pabba sínum og Tinnu Rut í bíltúr í dag. Þegar hann kom heim þá tilkynnti hann það háum rómi að hann þyrfti sko ekki að hafa barnalæsingu í bílnum því hann væri orðinn fjögurra ára gamall, og hana nú. Það þýddi ekkert að rökræða við krakkann, hann sat fastur á sínu.

1 ummæli:

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

HAHAHHA... greinilega orðin stór sko