Þá er kominn tími á það að yngri dóttirin læri að keyra bíl. Pabbi hennar fór með hana út fyrir borgina í dag svo hún gæti æft sig að keyra því hún ætlar að taka bílatíma á Íslandi um jólin. Hún þarf að fara að fá tilfinningu fyrir kúplíngu, bremsu og hvenær á að skipta um gír. Hún hefur nokkrum sinnum fengið að leggja bílnum mínum hérna á bílaplaninu en núna þarf eitthvað meira. Mér var nú svo sem ekki boðið með í bíltúrinn, enda veit ég ekki hvort ég hefði haft taugar í það :-) En þetta gekk víst voða vel hjá henni og hún fékk að keyra 60 km.
5 ummæli:
Hún hefur þetta í blóðinu,móðurbróðir afi og langafi voru og eru topp bílstjórar:-)
ökuþórinn
Flott hjá henni.
Ég man nú þegar Villi leyfði mér að keyra gamla bláa lancerinn hans Varða og þá setti drykkjarbolla með einhverjum vökva og sagði að það mætti ekki sullast úr glasinu... ehemm ég vona að Tinna standi sig betur en ég hahahahaha
Styttist í að hún fari að þeysast um á Dæjanum...
Ég vil bara minna þig á að þú varst klukkuð...
Ég er alveg sammála honum Dodda um að þetta er í blóðinu, enda er móðursystir hennar öldungis góður bílstjóri:-) En hann Ingólfurinn minn fær að byrja í æfingarkeyrslu núna í febrúar og ég ætla ekki að vera viðstödd, ekki það að ég kunni ekki að keyra (enda öldungis góður bílstjóri) en ég hef bara ekki taugar í að sitja í bíl með ungling undir stýri:-) Koss og knús frá Maju í Norge
Skrifa ummæli