Powered By Blogger

mánudagur, 11. ágúst 2008

Skoðun

Jæja þá er bíllinn minn búinn í eins árs skoðun og allt í fínasta lagi og fékk stimpil í service planið. Bíllinn átti að koma í þessa skoðun annað hvort eftir 12 mánuði eða eftir að vera keyrður 15 000 km, hvort sem kæmi fyrr. Þar sem sparibíllinn er aðeins keyrður 7.029 km þá mætti hann að sjálfsögðu í skoðun eftir 12 mánuði :-)

Jú jú, ég tók svona mesta draslið úr bílnum áður en ég fór með hann í morgun. Svo er voða þægilegt að reglulega þvær garðyrkjumaðurinn okkar bílinn. Sennilega gerir hann það þegar honum er farið að ofbjóða rykið á kagganum :-)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott að fá skoðun á bílinn. Enda glæsileg kerra á ferð