Powered By Blogger

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Hormónarnir á fullu

Suma daga er Rúnar Atli á útopnu allan daginn og maður hræðist helst að hann kafni í testosterone. Í dag kom hann t.d. hlaupandi fram með þessu líka svaka argi og öskraði "King Kong is here" með tilheyrandi barsmíðum á bringuna og látum. Svo rauk hann inn í eldhús og fór að lyfta upp stólum með ekki minni látum. Þegar við Flora og Lidia vorum búnar að sjá hvað hann væri "rosalega sterkur" þá rauk hann inn í herbergi aftur.

Er þetta í lagi??? Er von að ég spyrji því dætur mínar voru svo rólegar og yfirvegaðar og það er hálfgert sjokk að fá svona orkubolta í lokin :-)

Engin ummæli: