Powered By Blogger

laugardagur, 15. september 2012

Sumarblóm

Ég er ansi hreykin af þessum blómum. Við settum niður sólblómafræ í grænmetisgarðinum því hann er bakvið hús og hænurnar komast ekki í hann. Þær eru nefnilega svona við það að eyðileggja framgarðinn fyrir mér með því að grafa upp öll fræ og éta  :-)

En mér finnst sumarblóm meiri háttar falleg og þessi eru orðin um 160 cm há. Það er ca vika síðan ég tók þessar myndir og núna eru komin fleiri blóm. Ég kannski hendist út í dag og tek fleiri myndir.


Engin ummæli: