Nei þetta er ekki málning á krakkanum, eins og maður gæti haldið.
Eins og Villi bloggaði um um daginn þá vorum við vatnslaus í einhverja daga. Svoleiðis smámunir stoppa nú ekki Rúnar Atla af í neinu og hann skellti sér út í garð að leika sér, bara eins og venjulega. Svona kom gaurinn inn og nú voru góð ráð dýr því þetta var áður en við fengum vatnstunnurnar :-) Ég endaði með að nota dýrmætar drykkjarvatnsflöskurnar okkar í að þrífa hann, svona eins og hægt var. En sem betur fer er nú vatnið komið aftur á fullt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli