Powered By Blogger

sunnudagur, 18. mars 2012

Veikindi

Rúnar hefur verið hundveikur undanfarna daga. Það byrjaði á miðvikudaginn, þá var hann eitthvað lélegur og var illt í hálsinum. Þá um kvöldið varð hann þokkalega slappur en við létum hann samt mæta í skólann á fimmtudagsmorgun. Þann dag var nefnilega hinn árlegi Alþjóðadagur skólans. Mikið húllumhæ er þennan dag sem byrjar á skrúðgöngu þar sem nemendur bera fána frá sínu heimalandi. Rúnar átti að vera fánaberi Íslands og við ákváðum að fara með hann í skólann til að vera í skrúðgöngunni en fara svo bara með hann heim eftir hana. Nemendur áttu að vera klæddir í föt í fánalitum síns lands og nú var úr vöndu að ráða með Rúnar. Eftir smá leit í fataskápnum hans fundust þessi líka fínu föt, íslenska landsliðstreyjan og stuttbuxur og íþróttasokkar sem settu punktinn yfir i-ið. Þetta voru íslensku sokkarnir sem hann fékk í jólagjöf frá frændum sínum í Eyjabakkanum. Íslenski fáninn er utan á leggnum á þeim. Svo bar hann íslenska fánann.

Hann tók sig mjög vel út drengurinn, það verður að segjast eins og er :-)

En strax eftir skrúðgönguna fórum við með hann heim því hann var svo slappur. Svo bara versnar honum allan daginn og seinni partinn er hann bara í hálfgerðu móki inni í stofu. Ég ákvað að fara með hann á heilsugæslustöð sem er bara hérna í næsta húsi. Þá kom í ljós að hann er með hálskyrtlabólgu og var settur á pensilín.

Á föstudaginn fór hitinn upp í tæpa 40 gráður og við gáfum honum líka reglulega hitastillandi. Svo loks í gær fór honum að skána og er orðinn bara góður í dag, sunnudag.


Engin ummæli: