Powered By Blogger

mánudagur, 19. mars 2012

Ráðgáta

Fyrir nokkrum vikum gaus upp mjög vond lykt (ekta kattahlandslykt) inni á baðherbergi og sökudólgurinn var kötturinn. Það verður að segjast eins og er að kisan var ekki í náðinni í nokkra daga :-) Svo loksins fór lyktin, alla vega hætti ég að finna hana, en Villi kvartaði enn.

Svo um daginn þurfti Villi að fara í vinnuferð niður á strönd og gisti á hóteli þar. Þar var þessi sama vonda lykt og bað hann því um að verða færður um herbergi. Það væri bara ekki nokkur möguleiki á að hann gæti sofið fyrir þessari lykt. Eitthvað er hann að tala um þessa lykt við starfsfólkið þar og kemur þá í ljós að þetta er sko ekki kattahlandslykt, nei nei. Heldur er þetta leðurblökulykt. Þannig að nú er ljóst að leðurblökur sofa undir þakinu hjá okkur og skilja eftir sig þessa líka "góðu" lykt. Nú er bara spurning hvernig við losnum við þær.

Engin ummæli: