Powered By Blogger

föstudagur, 26. mars 2010

Spillt af eftirlæti

Villi hefur verið ansi duglegur að spilla okkur Rúnari Atla með morgunmat um helgar. Flestar helgar fáum við íslenskar pönnukökur annan morguninn og vöfflur hinn.

Nú vill svo til að Villi er á ferðalagi um þessa helgi og við Rúnar vorum eitthvað að ræða það í gær að nú fengjum við hvorki pönnukökur né vöfflur um helgina. Heyrist þá í honum „hvað fáum við?“

Greinilega ekki gert ráð fyrir að mamma reddi þessum málum :-)

Engin ummæli: