Svo í fyrra komst ég loks í samband við konu eina hér í borg sem heldur bútasaumsnámskeið. Ég ræddi við hana í maí í fyrra og hún lofaði að hringja þegar námskeiðin hæfust aftur (ca ágúst/sept). Árið 2009 leið án þess að ég heyrði í henni. Þannig að núna í janúar hringdi ég aftur og nú sagði hún að námskeiðin hæfust í febrúar og hýn myndi hafa samband. Nú er kominn mars og ekki hef ég heyrt í henni. Þannig að í vikunni fékk ég nóg og fór aftur af stað í innkaupaleiðangur. Ég er núna að taka námskeið á netinu og ég ætla ekki að hætta fyrr en ég er búin að ná tökum á þessu - ætla að fara þetta á þrjóskunni :-)
Ég er nú þegar búin með þrjár "blokkir" og þetta gengur bara þokkalega. Lofa að setja mynd inn á bloggið sama hvernig árangurinn verður :-)
1 ummæli:
Glæsilegt hjá þér, alveg viss um að þú rúllar þessu upp, það sem ég hef séð eftir þig hingað til hefur allavega verið glæsilegt.
kv. Sigga og co í Eyjabakkanum.
Skrifa ummæli