Powered By Blogger

föstudagur, 5. mars 2010

Þrjóskan komin í hús

Mig hefur langað að læra bútasaum í mörg ár, en einhvern veginn hefur aldrei orðið neitt úr því. Ég hef þó reynt nokkrum sinnum; fer í búðir og skoða blöð, vel flott efni og eyði helling af peningum í þetta :-) Kem svo heim og reyni mitt besta en árangurinn hefur látið á sér standa og allt endar lengst inni í skáp.

Svo í fyrra komst ég loks í samband við konu eina hér í borg sem heldur bútasaumsnámskeið. Ég ræddi við hana í maí í fyrra og hún lofaði að hringja þegar námskeiðin hæfust aftur (ca ágúst/sept). Árið 2009 leið án þess að ég heyrði í henni. Þannig að núna í janúar hringdi ég aftur og nú sagði hún að námskeiðin hæfust í febrúar og hýn myndi hafa samband. Nú er kominn mars og ekki hef ég heyrt í henni. Þannig að í vikunni fékk ég nóg og fór aftur af stað í innkaupaleiðangur. Ég er núna að taka námskeið á netinu og ég ætla ekki að hætta fyrr en ég er búin að ná tökum á þessu - ætla að fara þetta á þrjóskunni :-)

Ég er nú þegar búin með þrjár "blokkir" og þetta gengur bara þokkalega. Lofa að setja mynd inn á bloggið sama hvernig árangurinn verður :-)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá þér, alveg viss um að þú rúllar þessu upp, það sem ég hef séð eftir þig hingað til hefur allavega verið glæsilegt.
kv. Sigga og co í Eyjabakkanum.