Samtal okkar mæðgina í morgun:
Rúnar: mamma, er Doddi frændi bróðir þinn?
Ég: já
Rúnar: Hvað er hann gamall?
Ég: hann er jafngamall pabba þínum
Rúnar: Nema hann er sterkari
Ég: hvernig veistu það?
Rúnar: Doddi sagði mér það í fyrra
Góður þessi :-)
Hluti vistmanna.
Sem þakklætisvott, færðum við öllum vistmönnum poka með ýmsum hreinlætisvörum, kexi og súkkulaði. Þessi maður (hér að ofan) fór strax með sinn poka inn í herbergi og passaði vel upp á sitt :-)
Framkvæmdanefndin ásamt Silvíu, húsmóðir heimilisins, f.v. Maarika, Silvia, Teresa, Margret og ég. Á morgun heimsækjum við svo skóla í Katutura og sjáum til hvort við getum ekki greitt skólagjöld fyrir einhverja nemendur. Svo eigum við fund með Khomas Women for Development og fáum að heyra hvað þær eru að gera og að lokum kíkjum við í Mount Sinai Centre. Það verður sem sagt enn einn dagurinn á morgun þar sem lærdómur kemst ekki að :-)