Powered By Blogger

þriðjudagur, 25. ágúst 2009

Sundkennsla

Rúnar Atli hefur verið í sundkennslu í vel á þriðja ár og er orðinn rosalega duglegur. Hann fer alltaf vikulega og eru krakkarnir sóttir í leikskólann. Þessa viku er leikskólinn í fríi og var okkur boðið að koma með Rúnar í sund sjálf og fylgjast með honum. 

Í morgun fóru þeir feðgar í sund og Villi náði nokkrum myndum. Núna er Rúnar að læra bringusund, flugsund, skriðsund og baksund. Þetta er alveg frábært og hann skemmtir sér voða vel.

Engin ummæli: