Síðast liðið föstudagskvöld var lokadansleikur hjá Tinnu Rut og hennar skólasystkinum. Þetta var alveg meiriháttar flott og allt dúlleríið í kringum þetta var ekkert smá. Hún þurfti að verða sér úti um kjól og fann hún saumakonu sem gat hannað kjól akkúrat eins og hún sjálf vildi.
Að sjálfsögðu þurfti svo að finna skó sem fóru við kjólinn og eins veski. Svo þurfti að fara í handsnyrtingu, klippingu og litun. Allt þetta var verið að vinna í síðustu dagana fyrir dansleikinn. Á sjálfan daginn var byrjað á að fara í nudd, svo hárgreiðslu og förðun. Svo var búið að redda því að eldgamall Chevy kom og sótti þau.
Þetta var svona "once in a life time" upplifun held ég.
Allt tilstandið var nú alveg þess virði því hún leit alveg rosalega vel út gellan :-) Tekur sjálfsagt eftir henni mömmu sinni þessi elska.
Kvöldverðurinn og dansleikurinn tókust mjög vel og vorum við á staðnum til að verða miðnætti. Þá var nemendahópurinn farinn að þynnast því þeir vildu komast eitthvert þar sem foreldrar og kennarar væru hvergi sjáanlegir :-) Þannig að um miðnætti kom hún heim og skipti um föt og far svo rokin út á klúbb. Hún hafði fengið mig til að samþykkja það að þetta kvöld væri hún ekki með neinn útivistartíma og ætla ég ekkert að tjá mig um það hvenær stúlkan kom heim. En hún hélt reglunni okkar og sendi mér sms á klukkutímafresti allan tímann.
Hér eru nokkrar myndir af kvöldinu.
2 ummæli:
Bíddu, hver er gaurinn...?
Skyler er besti vinur hennar Tinnu - bara vinir :-)
Skrifa ummæli