Powered By Blogger

mánudagur, 23. febrúar 2009

Mér finnst rigningin góð!!

Það hefur rignt alveg ótrúlega hérna undanfarnar vikur og stundum verður manni bara ekki um og ó. Þrumurnar og eldingarnar eru alveg meiriháttar og úrhellið sem fylgir er frábært. 

Þegar rignir svona mikið þá verða sumar göturnar erfiðar yfirferðar og m.a.s. lokar Nelson Mandela oft þegar þannig stendur á. Ég þrusa dæjanum mínum í gegnum þetta allt saman og Rúnar finnst það alveg "stórkostlegt" svo ég noti hans eigin orð. Í dag kom svo í ljós að númeraplatan að framan af kagganum mínum er horfin og hefur sennilega dottið af í einhverri ferðinni í gegnum vatnselginn :-) Ég verð greinilega að fara varlegar með elsku bílinn minn.

Læt tvær myndir fylgja með sem teknar eru af pallinum hérna en þær ná samt ekki alveg að sýna úrhellið. 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá thad er ekkert smá sem rignir hjá ykkur, hér snjóar núna-)

Koss og knús frá okkur í Norge