Nú er Rúnar Atli gjörsamlega dottinn í Lego-ið. Honum finnst alveg æði að sitja og búa til bíla, gröfur, nú eða þyrlur. Það er góð leikfangabúð hérna í borginni sem selur Lego og þangað vill Rúnar fara reglulega og helst annan hvern dag. Við förum nú ekki alveg svona oft með hann þangað en Tinnu Rut finnst við þó fara alveg nógu oft með hann.
Um hverja helgi spyr hann hvort við þurfum ekki að fara í Sam hobby´s - stundum gefum við eftir og skreppum og skoðum og jú jú oft kaupum við eitthvað Lego. Hérna var hann nýbúinn að fá þyrluna sína. Hann var svo ánægður því hann var lengi búinn að sverma fyrir henni, okkur hefur fundist hún vera of stór en svo kom stóri dagurinn og hann fékk að kaupa hana. Það eru mörg hundruð kubbar, pínulitlir og "skemmtilegir" í kassanum. Það tók hann um hálfan dag að setja þyrluna saman og um leið og hann var búinn vildi hann taka hana í sundur til að byrja aftur. Foreldrarnir voru nú ekki tilbúnir í það fyrr en daginn eftir. Því þó hann setur dótið saman þá þurfum við að taka það í sundur.
1 ummæli:
Flottur legostrákur.
Kv. Jóhanna
Skrifa ummæli