Eitt kvöldið í síðustu viku ætluðum við út að borða á Joe´s Beerhouse með fullt af fólki. Rúnar var voða spenntur því eins og hann segir sjálfur þá elskar hann Joe´s. Hann fékk að horfa á Latabæ þangað til tími var kominn til að fara. Svo sirka 15 mín fyrir brottför förum við að tékka á gæjanum og þá blasti þessi sjón við okkur. Hann var steinstofnaður á grjónapungnum og klukkan ekki orðin 18.30. Við Villi sáum okkur leik á borði að komast út án hans og Tinna var sett í það að passa. Það fyrsta sem hann sagði daginn eftir var: "en við gleymdum að fara á Joe´s"
2 ummæli:
ómæ hvað hann er yndislegur svona steinsofandi
Enda var hans sárt saknað!!
Skrifa ummæli