Jæja frúnni fannst vera kominn tími til að kíkja á bloggið sitt, orðið langt síðan síðast :-)
Við mæðgur erum komnar til landsins og höfum verið hér í tæpar tvær vikur. Tinna hefur verið dugleg að vinna og svo er hún alltaf í bílatímum þannig að hún er farin snemma í rúmið á kvöldin - útkeyrð. Dagmar komst í jólafrí (þ.e.a.s frá skólanum) um daginn og kann að njóta lífsins svona þegar hún er ekki að vinna. Ég hef varla litið upp úr skólabókunum síðan ég kom heim enda hef ég afkastað miklu á þessum dögum: prófundirbúningi og prófi, stóru verkefni, svo í dag lagði ég lokahönd á ritgerð númer 2 - úff.
Lagði mikið á mig til að klára allt í síðasta lagi í dag þar sem eiginmaður og sonur koma til landsins á morgun og eins eigum við hjónin víst 22 ára brúðkaupsafmæli svo ekki vil ég eyða deginum í lærdóm. Mér finnst eiginlega bara lygilegt að það séu komin 22 ár - ég meina næstum aldarfjórðungum kommon. Ég sem er alltaf bara 25 í anda - hvernig er þetta hægt???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli