Powered By Blogger

sunnudagur, 1. júní 2008

Háspenna

Handboltaleikurinn í dag á milli Íslands og Svíþjóðar var geggjaður. Það var alveg á mörkunum að ég gæti horft og þegar spennan var alveg að drepa mig fór ég fram og tók úr uppþvottavélinni og gekk frá í eldhúsinu.

Ég held ég hafi aldrei horft á svona góðan handboltaleik hjá íslenska liðinu, alla vega ekki lengi. Það var alveg sérstaklega yndislegt að vinna þennan leik á móti Svíum. Nú er vonandi búið að endanlega jarða Svíagrýluna.

Doddi bloggaði um það að í kjölfar leiksins hefði sænski þjálfarinn verið rekinn. Ég meina kommon, hvað geta menn verið tapsárir. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá las ég á mbl.is að Svíar ætli að kæra leikinn og heimta að fá að spila hann aftur. Það er bara ekki í lagi með Svíana hvað þetta varðar. Þeir ættu nú að vera orðnir vanir að tapa fyrir Íslendingum. Við unnum þá í umspili um sæti fyrir síðustu heimsmeistarakeppni (ef ég man rétt).

Ég veit satt að segja ekki hvort er betra; að vinna Svíana eða að komast á ÓL :-)

3 ummæli:

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Það er gaman að horfa á handbolta þegar "strákarnir okkar" spila... samt þá fór þessi leikur alveg fram hjá mér...

Nafnlaus sagði...

Rifjum upp B-keppnina hérna í den, var það ekki ´89? Ísland - Pólland í úrslitaleik. Horfðum á leikinn í Sæbólinu og það er eins og mig minni að þú hafir skriðið úr sjónvarpsholinu inn í stofu í síðari hálfleik til að gera eitthvað annað, taugarnar leyfðu þér ekki að horfa á restina af leiknum.

Er þetta misminni hjá mér?

Nafnlaus sagði...

Nei Davíð, þetta er sko ekki misminni hjá þér. Ég gleymi þessu heldur aldrei - ég höndla bara ekki svona spennu. Úff, svitna ennþá við tilhugsunina um þann leik þegar við urðum "heimsmeistarar" að vísu meðal B liða en samt :-)

kv,
Gulla