Powered By Blogger

miðvikudagur, 4. júní 2008

Símtöl

Eins og ég hef áður sagt frá þá hringir Rúnar Atli reglulega í mömmu sína og suma daga hringir hann nokkrum sinnum. Þessi símtöl eru alltaf mjög stutt en skemmtileg. Um leið og ég svara símanum þá heyrist alltaf í honum "hæ mamma", undantekningarlaust.

Rétt áðan hringdi svo síminn sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað að ég heyri að þetta eru útlönd sem eru að hringja og ég svara náttúrulega "halló" og bíð eftir að heyra "hæ mamma". En í stað þess heyrist "er þetta mamma?" jú jú ég hélt það nú. Heyrðu, það næsta sem ég heyri eru þvílíkur grátur að það var ekki nokkur leið að tala við hann. Þá kom í ljós að hann ætlaði sko að hringja í systur sína og óska henni til hamingju með afmælið. Mamma hans átti sko ekki að svara símanum. Það varð að skella á og leyfa honum aðeins að jafna sig svo hringdi hann aftur og þá sá ég til þess að rétta manneskjan svaraði í símann :-)

Gaman að þessu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló, þú áttir að vita að hann ætlaði að óska Dagmar Ýr til hamingju með afmælið:-) Þessi frændi minn er bara snillingur, en gott að hann jafnaði sig þegar rétta manneskjan svaraði:-)

Koss og knús frá okkur í Vennesla

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

HVA Á EKKERT AÐ UPPFÆRA

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Jæja jæja á ekkert að fara að uppfæra