Í dag er Mæðradagurinn hér í Malawi og því frí í skólanum. Rúnari fannst nú ekki slæmt að fá langa helgi :-)
Villi er á ferðalagi og þegar hann er ekki heima þá er reglan sú að Rúnar fær að kúra hjá mér - alveg yndislegt. Í gærkveldi þegar við erum alveg að sofna þá fer hann að nudda bakið á mér og segir svo við mig "mamma, ef það væri mæðradagur í dag þá mundi ég nudda bakið þitt í heilan klukkutíma. En það er ekki mæðradagur svo ég ætla ekki að gera það." - Það er nefnilega það :-)
Hann hafði föndrað kort fyrir mig í skólanum í síðustu viku svona í tilefni dagsins og í morgun færði hann mér það. Þetta eru hendur klipptar út og þegar kortið er svo brotið saman myndast hjarta í miðjunni - mjög flott. Svo hafði hann skrifað á það hamingjuóskir í tilefni mæðradagsins og inn í kortið skrifað hann að ég væri besta mamma í heiminum og ætlaði að tilgreina 10 ástæður fyrir því. Hann útbjó sem sagt 10 línur til að fylla svo út. Heyrið þið, hann gat bara fundið upp fimm ástæður svo hann strikaði bara út síðustu fimm línurnar :-)
1 ummæli:
ha ha góður hann sonur þinn!
Skrifa ummæli