Um daginn var verið að kjósa bekkjarfulltrúa í skólanum hjá Rúnari. Ég veit nú satt að segja ekki alveg hvað þessir bekkjarfulltrúar gera, en... Þeir nemendur sem vildu fara í framboð urðu að semja framboðsræður og lesa þær upp fyrir bekkinn sinn. Rúnar tók þessu mjög alvarlega og sat heilan eftirmiðdag við það að semja sína framboðsræðu - því hann vildi sko verða kosinn. Hann samdi fína ræðu sem hann svo las fyrir sinn bekk.
Eftir að hafa hlustað á allar ræðurnar fóru svo kosningarnar fram. Þegar til kom, kaus hann ekki sjálfan sig og ástæðan - jú honum leist betur á ræðu sem ein bekkjarsystir hans hélt. Ræðan hennar var víst lengri en hans ræða og eitthvað aðeins betri fannst honum. Þannig að ekki gat hann kosið sjálfan sig :-) Mér finnst þetta alveg yndislegt.
Í tveimur efstu sætunum voru stelpur og sú sem hann kaus vann. Rúnar kom svo þriðji og hann var bara nokkuð ánægður með sig :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli