Powered By Blogger

sunnudagur, 10. júní 2012

Útsaumur

Um daginn kláraði ég útsaumsmyndina mína og fór með hana í innrömmun. Ég naut þess virkilega að sauma þessa mynd og er mjög ánægð með útkomuna. Ég hef oft átt í erfiðleikum með að velja ramma því þó mér finnist ramminn fallegur þegar ég er að velja þá er ekki þar með sagt að hann njóti sín utan um myndina. Mér finnst þetta alltaf voðalegt happa og glappa. En útkoman með þessa blómamynd er fín og litirnir njóta sín vel. Þetta sést betur ef þið veljið myndina og klikkið á hana.

Nú er ég á fullu að skoða munstur og ákveða hvað ég ætla að gera næst. Ég er reyndar með ákveðnar hugmyndir að nokkrum útsaumsmyndum og bíð spennt eftir að komast til Íslands til að kaupa efni í þær.

3 ummæli:

Jóhanna sagði...

Þú ert nátturulega bara snillingur :) Myndin af skónum sem þú gerðir fyrir mig er klár i innrömunnarbúðinni. Verð búin að sækja hana og hengja upp áður en þú kemur í sumar. Hlakka svoooo til að fá ykkur Rúnar í heimsókn!!

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá þér!

Nafnlaus sagði...

Úps....það kom ekki fram að það var ég sem var að hrósa þér!
kv.
Sigga