Powered By Blogger

miðvikudagur, 13. júní 2012

Karate

Um síðustu helgi var haldið beltapróf í karate og það er alltaf jafn spennandi og skemmtilegt :-) Rúnar náði gula beltinu og var mjög ánægður. Ég fann enga góða mynda af honum með það belti, en hér eru nokkrar sem teknar voru á prófdaginn.

 Allir sestir niður og bíða spenntir eftir að byrja.

 Það er að sjálfsögðu byrjað á upphitun. Það væri nú gaman að geta þetta :-)

Hér eru svo vinirnir, Tadiwa frá Zimbabwe, Rúnar frá Íslandi og Malko frá Frakklandi. Þetta er alþjóðlegt lið enda í alþjóðaskóla :-)

Engin ummæli: