Powered By Blogger

fimmtudagur, 2. febrúar 2012

Foreldrafundur

Á mánudaginn voru umsagnir um nemendur sendar heim til foreldra. Það eru engar einkunnir heldur bara ítarlegar umsagnir kennara. Ég verð að segja að Rúnar kemur bara mjög vel út. Í gær var svo foreldrafundur og að sjálfsögðu mættum við. Þar sem Rúnar er í upper primary átti hann að mæta með okkur, sem hann og gerði.

Rúnari gengur greinilega mjög vel í skólanum og hefur tekið miklum framförum í lestri, að tjá sig á ensku og í skrift. Einnig stendur hann sig vel í stærðfræði. Hann stendur sig sem sagt bara vel námslega séð. Ég hef átt soldið erfitt með að fylgjast með náminu hans og framförum hjá honum því kerfið hérna er allt öðruvísi en ég hef nokkurn tímann kynnst. Hér er námsgreinum ekki skipt niður, það er t.d. engin sérstök stærðfræðikennslustund né enska og svo framvegis. Heldur fer þetta allt fram í þemum, sem þýðir að þau taka eitthvað eitt fyrir eins og þau gerðu með arkítektúrinn. Í gegnum það þema lærðu þau og æfðu lestur, skrift, stærðfræði og allt annað. Núna er þemað hjá þeim vatn, vatnsnoktun og hvernig spara má vatn.

En sem sagt þá gengur Rúnari bara mjög vel í skólanum. Í lok fundarins benti kennarinn hans okkur á það að nafnið hans væri uppi á töflu og hún útskýrði ástæðuna. Það eru nokkur nöfn uppi á töflu, það þýðir að þeir nemendur mega ekki sitja saman í kennslustundum. Rúnar og Hope, sem eru bestu vinir, mega sem sagt ekki sitja saman. Humm, þeir nefnilega tala of mikið saman og trufla hvorn annan. Þannig að undanfarið hefur Rúnar setið við hliðina á Malko sem er annar góður vinur en það stendur víst til að setja þeirra nöfn upp á töflu líka. Ég varð nú bara í hálfgerðu rusli út af þessu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður, dætur mínar voru greinilega alltaf fyrirmyndarnemendur :-) Ég man ekki til þess að kennarar hafi einhvern tímann kvartað undan of miklu kjaftamali í þeim. Einu kommentin sem við fengum stundum var að þær mættu gjarnan tala meira :-)

4 ummæli:

davíð sagði...

Þetta "bestu-vinir-geta-ekki-setið-saman-vegna-blaðurs" er greinilega alþjóðlegt vandamál. Líka þekkt á þessu skeri.

Gulla sagði...

Þetta er kannski eitthvað í genunum?? :-)

Gulla sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Jóhanna sagði...

Hahahhaaaa... í genunum ??? ég held frekar að þetta sé vandamál hjá karlmönnum... ég kannast líka við þetta og þar sem ég bý á Suðureyri sem er víst sérland i hugum sumra í fjölskyldunni þá staðfestir það orð misskilda miðjubarnsins hér að að þetta sé líklegast alþjóðlegt vandamál.