Powered By Blogger

föstudagur, 6. janúar 2012

Vinnandi fólk

Dagmar fúgaði sína mósaíkhluti áður en hún fór og þeir komu virkilega vel út. Ég virðist hafa steingleymt að taka myndir af lokaafurðinni hjá henni - bara skil það ekki. En ég tók mynd af henni þegar hún er að leggja lokahönd á verkið, þ.e. að fúga það. Eins skelltu strákarnir sér í að fúga gekkóið hans Rúnars. Það er orðið ansi langt síðan Rúnar byrjaði á sínu verki og því er loksins lokið. Hann er svo byrjaður á að gera mósaík kött. En ég veit nú ekki alveg hvort eða hvenær hann klárar hann :-)


Engin ummæli: