Powered By Blogger

miðvikudagur, 4. janúar 2012

Blautt er það

Það sást loks til sólar í morgun eftir endalausa rigningadaga undanfarið. Af síðustu 12 dögum hefur rignt í 11. Og það rignir alveg þokkalega mikið og lengi í einu. En þetta blauta veður hefur valdið því að við höfum lítið nennt að fara út. En við höfum svo sem haft það mjög gott saman heima við :-)

Á aðfangadagsmorgun þurftum við Villi aðeins að útrétta og skelltum okkur í bæinn. Komum svo við í einni búð á leiðinni heim. Þegar við leggjum fyrir utan búðina fór að rigna svona svakalega og náttúrulega engin regnhlíf í bílnum. Þær eru geymdar á góðum stað heima :-) En við létum okkur hafa það og hlupum inn í búð og urðum rennblaut á ca 40 sek sem það tók okkur að koma okkur inn. Við stöndum stutt við í búðinni og enn rignir þegar út kemur. Við stöndum undir skyggninu í nokkrar sekúndur uns Villi tekur sig til og hleypur að bílnum og segist koma með hann til mín, oh þessi elska. En það vill ekki betur til en svo að það er bíl lagt fyrir aftan bílinn okkar svo Villi komst ekkert. En bílstjórinn kemur nú loks og tekur sér góðan tíma að koma sér af stað. Þannig að frú Þolinmóð gafst upp og ákvað að hlaupa út í bíl - ég hlyti að geta það fyrst Villi gat það. Haldið þið ekki að um leið og ég legg hlaupandi af stað í beljandi rigningunni bakkar Villi úr stæðinu og keyrir hring um bílastæðið til að komast til mín. Og ég hlaupandi á eftir /&%$#&/ bílnum. Hann sá mig ekki hlaupandi og veifandi höndum á eftir sér. Frúin var í pilsi og sandölum öslandi bleytuna upp að ökklum. En það vill nú til að frúin er þekkt fyrir sitt langlundargeð og stillingu og lét þetta nú ekki pirra sig :-)

1 ummæli:

Jóhannan i æsufellinu sagði...

bwahhahahaa... get rétt ýmyndað mér gleðisvipinn á þér að elta bílinn um allt bílastæði :)