Ég var bara algjörlega dottin í leik og dundur :-) Var sem sé búin að leggja ritgerðina mína á hilluna; þar til ég heyrði eitthvað til baka frá leiðbeinandanum mínum. Fékk svo þennan líka fína skammt til baka í morgun með athugasemdum frá honum og sérfræðingnum. Úff, mín þarf að setjast aftur við tölvuna og gera nokkrar lagfæringar. Þetta er svo sem ekki alvarlegar athugasemdir, en það verður erfitt að koma sér aftur í gang með skriftir þar sem ég var bara hætt (í huganum alla vega) :-) Sem sagt, aftur í alvöruna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli