Ég var á leiðinni heim af fundi eitt kvöldið fyrir nokkru. Klukkan að verða átta og því orðið þokkalega dimmt úti. Ég keyri sem leið liggur í gegnum miðbæinn. Það var lítil umferð og ég er eitthvað að spá voða mikið í umhverfið. Sé þá unga konu ganga upp götuna sem ég var við. Hún vakti athygli hjá mér fyrir klæðnaðinn. Var í háhælaskóm og í ansi stuttu pilsi og níðþröngum toppi. Umhyggjan í minni fór á fullt og ég velti fyrir mér hvort konu greyinu væri ekki ískalt.
Ég greinilega vakti hennar athygli líka því gellan fór að veifa mér til að stoppa og tala við sig. Þegar ég áttaði mig á því að þetta var "vinnandi kona" spólaði ég í burtu og skildi greyið eftir í reyk. Ég sá mig ekki alveg fyrir mér fara að prútta um verð :-)
2 ummæli:
Bwaaahaha...góður sé þig alveg fyrir mér að reyna að hjálpa öllum :-) en stundum borgar það sig að líta í hina áttina (spakmæli) En hvað heldur þú að þú hefðir getað fengið hana á? djók..bara ég you know
hello, your blog looks nice ^_^!
warm greeting from Font Lover
Skrifa ummæli