Dagmar lagði af stað til okkar á sunnudagskvöld en er ekki komin lengra en til London. Hún þurfti að taka rútu til Akureyrar og var komin þangað í morgunsárið á mánudag. En svo var fluginu hennar til London frestað í marga klukkutíma og ekki bara það heldur var flogið til Glasgow en ekki London. Þetta þýddi náttúrulega að allt tengiflug riðlaðist og hún ákvað að ferðast án ferðatösku svo taskan væri ekki ekki að tefja hana (að þurfa að sækja hana og tékka hana aftur inn í næsta flug). Villi eyddi gærdeginum í að púsla flug fyrir hana áfram og var í stöðugu sambandi við British Airways og Lufthansa en allt kom fyrir ekki og þegar Dagmar loksins lenti í London í gær þá fékk hún ekki að fara með öðru flugi - Lufthans vildi ekki breyta miðanum hennar. Varð hún því strandaglópur á Heathrow.
En það vill svo skemmtilega til :-) að hann Villi minn á voðalega góða vinkonu hérna í borginni sem starfar á ferðaskrifstofu og hún er að redda þessu öllu fyrir okkur. Hún fór m.a.s. á skrifstofuna sína í gærkveldi fyrir Villa til að reyna að fá annað flug fyrir Dagmar. En þetta virðist vera komið í lag núna og við vonum svo bara að frumburðurinn komist heim á morgun.
Það er heldur betur farið að kólna núna og greinilegt að veturinn er á næsta leyti, brrr. Nú þarf að finna ofna og koma þeim út um allt hús. En það er verst að hitinn helst eiginlega ekki inni í húsinu því það eru stórar rifur á milli allra glugga og hurða :-) Gaman að þessu.