Ég lofaði því um daginn að henda inn mynd af bútasaumsteppinu sem ég byrjaði á um daginn. Ég hef unnið eins mikið í því og ég reikna með að gera. Ég sem sagt kláraði bara framhliðina, og það vantar m.a.s. síðasta hringinn hjá mér. En ég reikna ekki með að klára meira af þessu teppi sökum tímaleysis. Ég er þokkalega sátt með árangurinn hjá mér, en ef vel er skoðaða má sjá að hornin passa ekki og ég hefði sennilega átt að velja betur saman litina. En þetta er prufa hjá mér og sem slík er þetta ekki algjör hörmung :-)
Ég lærði alla vega að "applique" og það er nú bara ágætt :-)
2 ummæli:
geggað flott
flott hjá þér Gulla mín, en hver ætlar að klára þetta fyrir þig?
Kv Maja
Skrifa ummæli