Ferðalagið hingað út gekk alveg ágætlega og það var gott að komast heim aftur. Með hverju árinu tekur það mig alltaf lengri og lengri tíma að jafna mig eftir langa flugið - skrítið :-)
Rúnar Atli byrjaði svo í "stóra" skólanum í síðustu viku og það var mikil hamingja þegar allir vinirnir hittust aftur. Annars er hann bara hress og kátur eins og hans er von og vísa.
Ég á eitthvað erfitt með að koma mér í gang aftur eftir langt frí - er þó búin að drattast til að panta kennslubókina sem ég þarf í eina faginu sem ég tek þessa önn. En svo þarf ég að fara að leggjast yfir rannsóknina mína og ákveða hvað nákvæmlega ég ætla að rannsaka. En, eins og ég sagði, þá er ég eitthvað sein í gang. Ég kemst örugglega á skrið í næstu viku - segjum það alla vega :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli