Powered By Blogger

sunnudagur, 27. apríl 2008

Fjarlægðin gerir fjöllin blá!!

Ég var að horfa á síðasta þátt Spaugstofunnar á þessum vetri áðan og svei mér þá ef þetta var bara ekki sá albesti þáttur ever. En það getur svo sem verið að heimþrá og söknuður eftir Íslandi hafi sitt að segja í þessu mati mínu. Allt íslenskt, hvort sem það er veður, verðlag eða eitthvað annað, verður því eftirsóknarverðara því lengur sem ég er fjarverandi. En í fúlustu alvöru þá var þátturinn mjög góður og gaman að stjórnmálamenn geti gert grín af sjálfum sér og tekið þátt í þessu.

Ef svo ólíklega vill til að einhver lesenda þessa pistils hafa ekki horft á fyrr téðan þátt þá mæli ég eindregið með að viðkomandi bæti úr því hið fyrsta.

laugardagur, 26. apríl 2008

Netsamband

Jæja þá er mánaðarlöngu netsambandsleysi og svo til algjöru sambandsleysi við umheiminn loksins lokið. Ég get trúað ykkur fyrir því að þetta reyndi töluvert á þolrifin í minni :-) En í gær kom loksins "síma-kallinn" og reddaði málum fyrir okkur. Þegar hann var búinn þá tékkaði ég náttúrulega á tengingunni og ég held svei mér þá að ég hafi setið yfir tölvunni í tvo klukkutíma :-)