Það var heldur þröngt um mig og ég eyddi allri nóttinni í að horfa á vídeómyndir og gat þannig lifað flugið af. Svo fór vel um mig á eðalstofunni í London og var orðin óþreyjufull eftir að komast í Flugleiðavélina - en lenti þá í tveggja tíma töf. Það var eitthvað sem bilaði í vélinni og það þurfti að laga það, eðlilega. Loksins lenti ég þó í Keflavík en taskan ákvað að vera tvo aukadaga í London.
Ég viðurkenni fúslega að ég hef gert lítið sem ekkert þessa tæpu viku hérna heima. Nema ég náði að klára aðra ritgerðina í gær og skilaði henni í morgun. Eins held ég að hin ritgerðin sé á réttu róli og ég hef nú ekki áhyggjur af henni.
Nú bíð ég bara eftir að Villi og krakkarnir komi heim því það er hálfeinmanalegt að vera ein hérna í Æsufellinu :-)