Powered By Blogger

sunnudagur, 8. júlí 2012

Safnadagurinn

Þessi helgi hefur verið ósköp góð. Gærdeginum eyddum við í búðarráp og fundum eitt og annað sem okkur langaði í :-) Í dag var það svo safnadagurinn. Rúnar greip það í sig um daginn að vilja fara á söfn í sumar og við vorum búin að ákveða að kíkja á Árbæjarsafnið, Þjóðminjasafnið, Sjóminjasafnið, Listasafn Reykjavíkur og Ásmundarsafnið. Þar sem safnadagurinn er í dag þótti okkur alveg tilvalið að þræða nokkur söfn í dag. Við byrjuðum á Árbæjarsafni í morgun og hann gat sagt mér heilmikið. Því leikjanámskeiðið fór í þetta safn um daginn. Svo lá leiðin í Sjóminjasafnið og að sjálfsögðu kíktum við um borð í Óðinn. Rúnari fannst það alveg meiri háttar gaman :-)

Svo er grillveisla í Eyjabakkanum á eftir. Helgarnar verða ekki mikið betri en þetta :-)

Læt nokkrar myndir fylgja með úr Óðni

 Lætur fara vel um sig í matsalnum.

 Ekki mikið mál að stjórna eins og einu varðskipi :-)



1 ummæli:

Villi sagði...

Alltaf gaman að koma um borð í skip.

Svakalega gular skóreimar :-)