Powered By Blogger

föstudagur, 6. júlí 2012

Keila

Rúnar byrjaði fyrstu vikuna sína á Íslandi á að skella sér á keilunámskeið og skemmti sér mjög vel. Hann lærði hvað fella og feykja er og náði víst oft báðum. Námskeiðið var nú samt aðeins meira en bara keila, t.d. var farið í Nauthólsvík, Sundhöllina og þau voru mikið í útileikjum. Þetta var mjög gott námskeið og mælum við Rúnar eindregið með því.

Síðasta daginn var svo grillveisla og allir fengu viðurkenningarskjal og bol. Bolurinn var flottur en það setti smá strik í reikninginn hjá Rúnari að hann er merktur ÍR. Þeir sem til þekkja vita jú að Leiknir og ÍR eru erkifjendur og þar sem Rúnar er dyggur Leiknismaður þá finnst honum nú ekki auðvelt að vera í þessum bol. En þar sem keilunámskeiðið var víst á vegum ÍR þá er skiljanlegt að þeir merki sér bolina.


Það eina góða við bolinn er að þetta stendur á bakinu :-)


2 ummæli:

Villi sagði...

Er ekki bara hægt að sauma Leiknismerkið yfir?

davíð sagði...

Veit ekki með ykkur en mér finnst þetta gríðarlega fallegur bolur og strákurinn ber þetta merki vel.

Áfram ÍR...