Powered By Blogger

föstudagur, 13. júlí 2012

Heimsóknir

Í gær skelltum við Rúnar Atli okkur, ásamt frændfólki úr bænum, austur í Grímsnes til að hitta fleiri ættingja. Þetta er bóndabær þar sem ég var oft í sveit þegar ég var lítil. Við lögðum af stað úr bænum um leið og Rúnar var búinn á sínu námskeiði og það tók okkur ekki nema 40 mínútur að keyra austur. Þetta er fljótfarið.

Við skemmtum okkur mjög vel því alltaf er gaman að hitta fjölskyldumeðlimi :-) Rúnar fór í hesthúsin og fannst það nú ekki leiðinlegt. Við fórum svo í fleiri heimsóknir þarna fyrir austan og alltaf jafngaman. Áður en við vissum af var klukkan farin að ganga níu og skelltum við okkur þá aftur í bæinn. Vorum komin til Reykjavíkur um hálf tíu og var okkur þá boðið í kvöldmat til þeirra sem fóru austur með okkur. Við vorum sem sagt að klára kvöldmatinn rétt um 10 í gærkveldi og vorum svo komin heim rétt fyrir 11 og ég held að Rúnar hafi sofnað um leið og hann lagðist á koddann :-)

Yndislegur dagur.

Engin ummæli: