Powered By Blogger

mánudagur, 30. júlí 2012

Reiðsýning

Síðast liðinn föstudag voru krakkarnir á reiðnámskeiðinu með sýningu. Í lok hvers námskeiðs er sýnig þar sem foreldrum og öðrum gestum er boðið að koma og sjá hvað krakkarnir hafa lært.

Rúnar var núna að ljúka Framhaldi 2 og það er ótrúlegur munur á honum og frá Framhaldi 1. Byrjendur og Framhald 1 voru bara í gerðinu og fóru rólega. En lærðu samt heilmikið t.d. í sambandi við umgengni við hesta og þess háttar. En svo þegar kom í Framhald 2 þá fóru þau í útreiðartúra og tóku nestið sitt með sér. Eins máttu þau stundum láta hestana fara á stökk og það var toppurinn á öllu hjá krökkunum :-)

Sýningin hjá Framhaldi 2 fór fram á Skeiðvellinum í Víðidal. Í hópnum hans Rúnars voru sex krakkar og þetta var svo flott hjá þeim. Þeir sátu allir hestana mjög vel og stjórnuðu þessu vel. Hér koma nokkrar myndir.

Hér er hópurinn að koma ríðandi inn á völlinn, í einfaldri röð. Rúnar er fremstur.

 Hér voru þau búin að koma sér í tvöfalda röð.


 Koma svo....

 Hér áttu krakkarnir að skipta sér í tvo hópa, sem þeir gerðu mjög vel.

 Svo runnu hóparnir tveir saman aftur. Allt gekk eins og í sögu.

Rúnar og Grímur, ánægðir félagarnir eftir flotta sýningu.