Powered By Blogger

laugardagur, 14. júlí 2012

Laugardagslíf

Ekki fór ég í göngutúr í dag. Ég er með hálsbólgu og kvef og nennti ekki fyrir mitt litla líf að reyna að draga Rúnar Atla með mér eitthvað út í buskann. Heldur ligg ég bara upp í sófa undir teppi og hef það notalegt :-) 

Rúnar hef ég ekki séð síðan 10.30 í morgun, fyrir utan nokkrar mínútur í hádeginu þegar hann var svangur. Þannig að það er bara rólegheitadagur í dag :-)

Honum finnst alveg meiri háttar að geta bara farið út og farið þar sem hann vill og komið heim nánast þegar honum hentar. Þetta er frjálsræði sem hann ekki þekkir, enda nýtir hann sér þetta út í ystu æsar. 

1 ummæli:

Villi sagði...

Hm, þetta blogg er að verða eintómur Íslandsáróður...