Powered By Blogger

mánudagur, 5. maí 2008

Íslandsferð

Þá fer að koma að Íslandsferð frúarinnar á þessum bæ. Þann 13. maí legg ég af stað héðan og verð komin heim þann 14. Við höfum yfirleitt flogið með Air Namibia til Gatwick og þaðan með British Airways til Íslands og svo eins heim aftur. En núna eru því miður British Airways hættir að fljúga þessa leið og því verð ég að skipta um flugvöll í London og koma mér yfir á Heathrow. En það á nú ekki að vera mikið mál - bara taka rútu á milli flugvalla.

Á Íslandi verð ég í fimm vikur og verður það mjög gaman. Ég ætla að eiga notarlegan tíma með eldri dóttur minni sem verður tvítug í byrjun júní. Við ætlum í leikhús að sjá Ladda sextugan og í brúðkaup vestur í Ólafsvík. Og við finnum okkur örugglega eitthvað að skemmtilegt að gera saman. Svo þann 18. júní leggjum við mæðgurnar saman af stað hingað út aftur. Hún ætlar að vera hérna í tæpar þrjár vikur og verður það meiri háttar gaman. Á sama tíma verða Doddi bróðir og Emil sonur hans hérna hjá okkur. Við ætlum að ferðast eitthvað saman, grilla, sjálfsagt að opna eins og eina vínflösku og eitthvað annað skemmtilegt :-)

Sem sagt, bara skemmtilegir tímar framundan.

2 ummæli:

vennesla sagði...

Ég vona að Laddi komi út á DVD, væri sko alveg til í að sjá hann. Spurning um að hann ætti bara að skella sér í leikhúsferð til Vennesla?

Koss og knús Maja

Nafnlaus sagði...

Þið eruð meira en velkomnar að kikja vestur á firði í kaffi... hér er nýbakað á hverjum degi