Powered By Blogger

laugardagur, 31. maí 2008

Léttur fídonskraftur

Það verður nú að segjast eins og er að ég hef tekið lífinu með ró síðan ég kom til Íslands. Ég bara vakna á morgnana þegar mér hentar og er svo bara að dúlla mér á daginn. Svona letilíf er fínt í nokkra daga en svo hellist yfir mann einhver leiði á letinni.

Það rofaði sem sagt til hjá minni í letinni í gær. Ég byrjaði daginn á því að raða öllum gluggapósti sem hefur borist í Æsufell 4 (2-E) síðan í janúar í þar til gerða bókhaldsmöppu. Þar kom nú ýmislegt forvitnilegt í ljós, eins og t.d. hellings inneign hjá Orkuveitu Reykjavíkur - gott mál. Þessi bóhalds-pósts-innröðun tók nú ágætis tíma því það þurfti að sjálfsögðu að raða öllu eftir dagsetningu og á réttan stað í möppuna.

Svo var rokið í bæinn með frumburðinn til að útrétta ýmislegt. Við skelltum okkur svo á American Style og rétt komum heim til að gera okkur sætari áður en við fórum á Ladda sýninguna. Sýningin var meiri háttar og við mæðgur og Sigga mágkona skemmtum okkur mjög vel.

Svo í morgun flutti ný vinkona Dagmarar inn og ég reyndi nú að koma herberginu "hennar" í ágætt horf. Þá var komið að gluggunum í borðstofunni og stofunni. Til stóð að þrífa þá bæði að innan og utan og þeir eru orðnir ótrúlega flottir og hreinir að innan. Það er bara eins og ég hafi sett upp gleraugun því það var svo flott að horfa út um þá. Svei mér þá ef það hefur ekki birt aðeins í stofunni líka :-)

Þetta eru nú kannski smá ýkjur hjá minni, en flottir eru gluggarnir.

En svo settist ég niður og horfði á hádegisfréttir og þá finn ég orkuna leka úr mér. Það er því alls óvíst að gluggar verði þvegnir að utan í dag. Enda er nú kannski algjörlega tilgangslaust að slíta sér út við þrif á einum degi, kommon.

1 ummæli:

vennesla sagði...

Ég skil þig vel að hafa ekki klárað að þrífa gluggana, gluggaþvottur er með því leiðinlegasta sem ég geri.

Gaman að þið hafið skemmt ykkur vel á honum Ladda, dauðlangar sjálfri að sjá þessa sýningu hans.

Koss og knús frá Maju