Powered By Blogger

miðvikudagur, 28. maí 2008

Fótboltafærsla

Ég verð að taka það sérstaklega fram í titli þessarar færslu um hvað hún fjallar svo að fótbolta-antistar (er þetta orð?) geti sleppt því að lesa hana, eins og til dæmis frúin vestur á fjörðum.

Rosalega fóru íslensku stelpurnar flott með sinn leik í dag gegn Serbíu, 4 - 0. Þetta er frábært hjá þeim og eins og íþróttafréttamaðurinn sagði þá eru þær næstum örugglega komnar áfram í Evrópukeppnina. Það eina sem þær þurfa að gera er að vinna Slóveníu og Grikkland í júní og gera jafntefli við Frakka í haust. Ekki málið, þær eru bara komnar áfram og búnar að vinna þetta :-)
En öllu gríni slepptu, þá er þetta frábært hjá þeim og vonandi ná þær að komast áfram.

Svo þarf ég aðeins að fjalla um ensku deildina. Sá það í fréttum áðan að hlutfall enskra leikmanna í byrjunarliðum í ensku úrvalsdeildinni er 34%. "Íslendingaliðið" West Ham er víst með hæsta hlutfall erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni (í byrjunarliðum). En mitt lið ARSENAL er með hins vegar með hæsta hlutfall enskra leikmanna ég man þó ekki prósentutöluna. En ef aðeins 34% byrjunar-leikmanna í úrvalsdeildinni eru enskir er þá einhver von að enska landsliðið stendur sig ekki betur á alþjóðamótum?? Ég bara spyr. En alltaf kemur það þeim illilega á óvart að vinna ekki öll stórmót. Minnir mann soldið á okkur Íslendinga hvað Júróvisjón varðar :-) Ekki orð um það meir.

Nú er vináttuleikur Íslendinga og Wales að byrja svo ég læt þetta nægja og ætla að horfa á leikinn. Vonandi standa strákarnir sig jafn vel og stelpurnar fyrr í dag.

2 ummæli:

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Kærar þakkir fyrir viðvörunina.. svona fótboltapistla veldur með vanlíðan og angist....

Dagmar Ýr sagði...

jájá...bloggaðu bara ekkert um hvað þú átt frábærar dætur sem gefa þér þvílíkt æðislegar afmælisgjafir...það liggur við að maður sé bara móðgaður...