Powered By Blogger

mánudagur, 5. maí 2008

Skóli, skóli, skóli

Jæja þá fékk ég þær fréttir í dag að umsókn mín um að hefja nám í M.Ed í stjórnunarfræði menntastofnana við menntavísindasvið Háskóla Íslands hefði verið samþykkt. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með þessa stöðu mála. Ég er sem sagt að hefja annað meistaranám. Ég hef nú líka verið að velta mikið fyrir mér að fara í doktorsnám í afbrotafræði en þegar ég hugsa virkilega um hvað ég vil starfa við í framtíðinni, þá er það í grunnskólum og helst í stjórnun þeirra. Þannig að ég reikna með að hefja þetta nám í haust, það er samt ekki alveg hundrað prósent. Þetta nám er byggt upp sem sveigjanlegt nám með staðlotum og þeir vita að ég get ekki sótt nema nokkrar staðlotur, ef nokkrar, vegna búsetu. En það er spennandi að hafa eitthvað ákveðið fyrirliggjandi um hvað ég mun gera næsta vetur. Ég verð sennilega á kafi í bókum og verkefnavinnu - úff það er eins gott að mér finnst það mjög skemmtilegt :-)

2 ummæli:

vennesla sagði...

Til hamingju Gulla mín:-)

Koss og knús frá Maju

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Gulla min ....