Þá kom að því að við fórum og heimsóttum Emmu og fjölskyldu. Villi hefur einu sinni áður farið heim til Filimones og hann var svo séður að merkja leiðina inn á GPS tækið sitt. Fililmone býr hér aðeins fyrir utan borgina þar sem öll húsin eru eins og engar merkingar eða neitt þess háttar. Oft beygir maður út af veginum inn á einhvern troðning og oft sjást þess engin merki að um veg sé að ræða. Alla vega, þá var Filimone farið að lengja eftir því að ég kíkti á Emmu. Því var ákveðið að skella sér í dag.
Villi var nú alveg glettilega góður með að rata þangað en greinilega treysti Filimone því ekki að við myndum finna húsið hans. Því á miðri leið rekum við augun í hann ásamt þremur börnum hans þar sem þau bíða eftir okkur. Við tókum þau upp í og brunuðum beint heim til hans. Það er kannski full mikið að segja að við höfum brunað - troðningurinn býður ekki beint upp á neitt "brun" :-)
Það var gaman að sjá Emmu, hún er falleg lítil snúlla í góðum holdum :-)
Hér koma nokkrar myndir af okkur.
Við erum bara flottar saman :-)
Hérna er Filimone ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu, fjórum börnum, ömmu og fóstursyni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli