Powered By Blogger

laugardagur, 3. mars 2012

Útsaumur

Ég tók myndir af útsaumsmyndinni sem ég kláraði um daginn en þær komu ekki nógu vel út, þær eru ekki nógu skarpar. En ég læt þær samt fylgja með. Ég ákvað að láta ramma myndina inn og fór ég með hana í innrömmun um daginn. Þetta tekur sjálfsagt einhvern góðan tíma því það þarf að senda hana til Blantyre þar sem hún verður römmuð inn. Ég krosslegg fingur og vona að myndin verði ekki skítug áður en hún verður innrömmuð :-) Ég er mjög hrifin af þessari mynd og afríska kellingin mín kom rosalega vel út, en svo er ekkert víst að ég verði eins hrifin þegar hún verður komin í ramma.


Ég hendi líka inn mynd af krosssaumsmyndinni sem ég var að ljúka við. Þetta er þriðja Íslandsmyndin sem ég geri. Mér finnst mjög gaman að sauma þessa mynd af klakanum og munstrið er flott.


1 ummæli:

Unknown sagði...

Æðisleg mynd, hvar fæ ég mynstrið af Íslandsmyndinni?