Powered By Blogger

laugardagur, 3. mars 2012

Smá mistök

Ég tók mig til áðan og kláraði að setja saman framhliðina á bútateppinu mínu. Munstrið kemur vel út og efnið er gert úr skyrtuafgöngum :-) Ég lagði teppið á gólfið inni í herbergi og var að taka myndir af því þegar Rúnar kemur og athugar hvað ég er að gera. Jú jú honum þótti teppið alveg flott "en mamma, það eru mistök í því". Ha??? Ég hafði ekki tekið eftir neinu en það tók hann bara andartak að reka augun í það.
Í næstöftustu röðinni snýr einn ferningurinn vitlaust, þ.e. dökkgræni og ljósgræni búturinn lengst til vinstri. Arrg, mín varð sko ekki glöð. Nú þarf ég að rekja aðeins upp og laga þetta. Svo þarf ég að finna efni til að hafa sem bakhlið á teppinu.

Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla að gera við þetta teppi. Þetta eru ekki litir sem ég er vön að nota. En það má sjálfsagt nota það í eitthvað :-) Annars er Rúnar búinn að panta sér svona teppi og litirnir sem hann valdi eru dökkgrænn, gulur, rauður og brún bakhlið :-) Og stærðin?? jú hann vill að teppið sé 200 cm x 202 cm. Takk fyrir.


1 ummæli:

Jóhanna sagði...

uuu...... held að enginn taki eftir þessu sko hahhaahaa.. mikið er hann klár drengurinn :)