Powered By Blogger

föstudagur, 2. desember 2011

Lærdómur


Í hverri viku er stafsetningapróf hjá Rúnari og bekknum hans. Þau fá 12 orð sem þau eiga að læra utan að og taka svo próf. Oftast eru þetta nú bara venjuleg orð sem við notum dags daglega. Um daginn kom hann heim með sinn lista eins og venjulega og við erum að fara yfir þetta saman. Rekst ég þá ekki á orðið “geodesic” á listanum hans. Ég hafði bara aldrei séð þetta orð, vissi ekki hvað það þýddi né hvernig átti að bera það fram. Jú jú hann kannaðist við orðið þegar ég spurði hann og kenndi mér réttan framburð á því J Þau hafa eitthvað notað þetta orð í arkitektúraþemanu þeirra. En við Villi þurftum að fletta þessu upp í orðabók.

Svo eru þau greinilega að læra um klassísku tónskáldin í tónmennt. Því hann talar stundum um Beethoven og Bach og hann er greinilega að fíla Bach J

Í lok næstu viku, þann 9. des., kemst hann í langþráð jólafrí. Það verður frí í heilan mánuð. Hann tilkynnti mér um daginn að hann ætli sko að sofa út í fríinu sínu, sennilega fram að hádegi. Hann varð nú ekkert alltof kátur þegar ég sagði honum að það væri algjörlega bannað að eyða fríinu sínu sofandi, stelpurnar fái ekki einu sinni að sofa út á meðan þær eru hérna hjá okkur. 

Annars gengur honum bara mjög vel í skólanum og er orðinn rosalega duglegur að lesa á ensku. Við reynum að halda honum við efnið með lestur á íslensku og gengur það alveg ágætlega.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hugmynd þetta með stafsetninguna, er að hugsa um að taka hana upp hjá mér! Eru ekki fleiri svona einfaldar hugmyndir úr skólanum hans??
kv.
Sigga kennari

Nafnlaus sagði...

Börnin stækka mest þegar þau sofa.
Kveðja Jóhanna hjúkka

Erla sagði...

Haha, ég kannast við þetta, manstu að ég var í stökustu vandræðum þegar Halli var að læra hugtök úr stærðfræði og hagfræði og ég þurfti að leita til Villa og Tinnu? -Þetta skilar sér hins vegar í miklum orðaforða á skömmum tíma.
Kveðjur frá skerinu,
Erla