Powered By Blogger

mánudagur, 26. desember 2011

Ýmislegt finnst í garðinum


Þessi litli krúttaralegi broddgöltur fannst í garðinum um daginn. Hann fékk að sjálfsögðu strax nafnið Broddi - mjög viðeigandi. Rúnar vildi endilega fá að eiga hann svo við fundum kassa og settum sag í botninn. Svo þurfti að gúggla hvað svona dýr borða eiginlega. Jú það væri fínt að gefa þeim mjólk og kattarmat. Ég náði í mjólk í skál fyrir krílið en hann vildi nú ekki smakka. En Snúlla (hundurinn) var nú ekki sein að klára alla mjólkina :-)

Rúnar passaði svo Brodda allan daginn og fékk að hafa hann inni í húsi, en í kassanum. Ég var nú ekki tilbúin í að leyfa Brodda að sofa inni í húsinu svo við settum kassann út í vaskahús. Svo þegar kíkja átti á krílið daginn eftir þá var hann horfinn úr kassanum. Hann hafði náð að klifra upp og fara á flakk. Ég bað Philomone að fara inn og leita því ég bara þorði því ekki sjálf :-) Auðvitað fannst Broddi og ég ákvað að veita honum bara frelsi aftur. Einhvern veginn var hugmyndin um trítlandi broddgölt út um allt ekki sérlega aðlaðandi fyrir mig :-) En hver veit, kannski finnst annar og þá má endurskoða málið.




Engin ummæli: