Eitthvað fer lítið fyrir jólaundirbúningi á þessum bænum. Það er óneitanlega erfitt að koma sér í jólagírinn í 32 stiga hita. Ég tók mig þó til og hlustaði á jólalög á 1. í aðventu en gafst svo upp á því :-) Talandi um aðventuna, þá stendur aðventukransinn minn hérna beint fyrir framan mig og ég sé að ég hef gleymt að kveikja á kerti númer 2 s.l. sunnudag.
Þar sem við höfum ekkert jólaskraut hérna með okkur þá ætlum við að föndra eitthvað og eins að lita jólamyndir og hengja á veggina. Þetta verða svona "minimalist" jól, hvað skraut varðar, sem er bara fínt. Einhver jólin okkar í Namibíu bjuggu stelpurnar til svo til allt jólaskraut og m.a.s. jólatréð líka og ég held svei mér þá að þetta hafi verið flottasta jólaskrautið okkar :-)
Við Rúnar ætlum svo að föndra jólaksraut úr trölladeigi en ég finn hvergi kökuskera með jólamunstri. Þannig að nú er bara að vona að Villi finni slíkt í Namibíu. Eins fann ég þessa jólakarla á netinu og við erum að dunda okkur við að klippa þá út og setja í hillur.
Hvað jólabakstur varðar þá verður ekkert slíkt gert fyrr en Villi kemur heim, eða jafnvel ekki fyrr en stelpurnar koma til okkar. Þá fer allt á fullt :-)
1 ummæli:
Hitamælirinn í bílnum í morgun sýndi -9.
Hó hó hó...
Skrifa ummæli