Powered By Blogger

sunnudagur, 25. desember 2011

Fiðurfé

Það eru smá fréttir af hænunum mínum. Eggin fóru að detta í hús um miðjan desember og koma svona þrjú til fjögur á dag. Þau eru nú töluvert minni en þau sem ég versla út úr búð en ég held að það muni lagast þegar fram í sækir. Þar sem ég er algjör nýgræðingur í hænsnarækt þá fattaði ég ekki að ég yrði að huga betur að fóðrinu þeirra. Þær hafa verið á ungafóðri en nú var sem sagt kominn tími til að kaupa fóður fyrir varphænur - sem ég og gerði.

Ég hef talað um það áður að af þessum 15 ungum sem ég keypti þá séu átta hanar. En Philimone kom til mín um daginn og tilynnti mér hanarnir væru víst níu ekki átta :-) Þetta finnst mér ansi lélegt, þ.e. að af 15 stykkjum séum níu hanar :-)

En það hefur fækkað heldur betur í hópnum mínum. Ég er búin að gefa sjö hana og svo veiktist ein hænan og dó. Ég veit ekki hvað var að henni en Philimone fór með hana eitthvert til að fá úr því skorið hvað þyrfti að gera svo hinar veiktust ekki og ég þurfti bara að kaupa einhver lyf og gefa hinum og nú á allt að vera í lagi.

Ég er búin að panta nýjan ungahóp og hann kemur vonandi um miðja vikuna - önnur 15 stykki og nú er að vona að hænufjöldinn verði mér í hag :-)

Hanarnir sem eftir eru heita Jónatan og Kjartan, svo heitir ein hænan Jósefína. Nú vantar mig bara nöfn á þrjár hænur. 

1 ummæli:

Frú Jóhanna sagði...

Heyrðu við reddum þessum hið snarasta með þessi nöfn.
1. Frú Jóhanna
2. Eygló
3 Maja

SKo málið leyst... nú bíð ég spennt eftir myndum af þessum hænum og sagt hver er hvað.

Gleðileg jól úr snjónum heima á fróni

P.s þetta er sko hugmyndir frá henni tengdamóður þinni nema þessi númer 3, ég fann uppá því