Ég hef hellt mér af fullum krafti í alls kyns handavinnu síðan ég kom hingað og komið mér í handavinnuklúbba sem hittast vikulega. Á þriðjudögum er bútasaumsklúbbur, en ekki erum við allar að sauma bútateppi; á miðvikudögum mæti ég í embroidery og á fimmtudögum hittumst við í mósaíkklúbbnum.
Þetta er virkilega skemmtilegt og gaman að kynnast hressum og kátum konum í gegnum þetta. Það hefur eiginlega komið mér á óvart hve skemmtilegt mér finnst að embroidera. Þetta hef ég aldrei gert áður, ég hef alltaf bara haldið mig við krosssauminn. En embroideríið er meiriháttar gaman.
Eins finnst mér mjög gaman að vinna í mósaík og hef lokið við tvo platta sem ég er bara þokkalega sátt við. Nú er ég byrjuð á þriðja verkinu og það verður Lazy Susan sem svo kallast. En þetta er kringlóttur platti sem snýst og mun ég nota hann sem ostabakka.
Svo er ég búin að tala eina kunningjakonu mína á það að kenna mér að vinna með Pewter - ég held það kallist Pjátur á íslensku. Ég hlakka mikið til að prófa þetta.
Ég læt fylgja með mynd af plöttunum mínum tveim sem ég vann í mósaík. Ég mun nota þá báða undir kerti. Eins og sést eru þeir ansi einfaldir sem er svo sem ágætt fyrir mig sem algjöran byrjanda. Enda verður Lazy Susan aðeins öðruvísi :-)
2 ummæli:
Byrjandi hvað, þetta er geggað flott hjá þér!!!!
Nákvæmlega! sammála Jóhönnu glæsilegir bakkar. Hlakka til að sjá fleiri hluti eftir þig.
kv.
Sigga
Skrifa ummæli